Þótt kreppunni sé lokið, hefur þjóðin engan veginn náð sér. Hagvísar stefna brattar upp en í öðrum löndum, en margir eru skuldum vafðir. Hrunið er enn eins og fleinn í holdi sumra, aðrir vilja fljóta aftur sofandi að feigðarósi hrunverja. Margir hafa freistað gæfunnar erlendis og koma ekki aftur, þótt þjóðarhagur vænkist. Ríkisstjórnin getur hrósað sér af öru risi hagvísa og lækkun ríkisskulda, en spillta kerfið er samt enn við lýði að mestu. Vonandi verður ekki aftur klikkað góðæri eins og 2007, en allt of margir hafa ekkert lært af reynslunni. Verst er, að “fólk er fífl”, eins og olíusalinn sagði.