Krataflokkar færðust yfir í miðlægan yfirstéttar Blairisma. Verkalýðsvinstrið í Frakklandi og Bretlandi flutti sig þá í hægriöfga National Front og UKIP. Var svo snúið frá hægri til ný-vinstri í Grikklandi og á Spáni. Nýir flokkar reistu merki fátækra í stað kratanna í PASOK og PSOE. Svipað gerist hér. Samfylkingin varð Blairisma að bráð og Alþýðusambandið útibú atvinnurekenda. Vinstri grænir svara helzt þörfum græningja, síður verkafólks. Hér vantar enn flokk fátækra, eins og Syriza í Grikklandi og Podemos á Spáni. Vantar byltingu gegn gjaldþrota brauðmolaspeki. Græðgisliðið sleppir engri klófestu, því verður bara bylt.