Löggan lýgur, að sig skorti lagaheimildir til að ná höfuðpaurum bófaflokka. Samt hefur foringi Vítisengla setið mánuðum saman í gæzlu hennar. Eitthvað annað hangir á spýtu löggunnar en stríð gegn stjórnendum heims fíkniefna og vændis. Forvirku rannsóknirnar, sem löggan sækist eftir, snúast nefnilega ekki um ofbeldismenn. Þær snúast um aðra, sem hafa vafasamar skoðanir á pólitík eða sýna hættulega borgaralega óhlýðni. Krafa löggunnar um forvirkar rannsóknarheimildir er studd af Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra. Hún er hægri sinnuð öfgapólitík, sem ævinlega hefur einkennt löggustjóra landsins.