Rugli núverandi ríkisstjórnar í IceSave hófst með pólitískri ráðningu. Í formennsku samninganefndar ríkisins réð Steingrímur Sigfússon flokksbróður sinn. Hann sagðí Svavar Gestsson algeran súpermann. Hann er þó ekki einu sinni samninga-lögmaður. Nefndin gerði afdrifarík mistök í smáa letrinu og Steingrímur situr uppi með ruglið. Síðan hefur hann ítrekað reynt að ljúga sig út úr því með því að halda leyndum upplýsingum. Þær hafa samt komið í ljós ein af annarri. Steingrímur hefur flúið úr einni lyginni í aðra. Þetta leiddi til, að ríkisstjórn annars góðra verka hefur glatað trausti fólks.