Pólitísk sátt

Punktar

Pólitísk sátt hefur náðst um nýtt fjölmiðlafrumvarp milli flokka ríkisstjórnarinnar, sem telja sig þurfa harma að hefna, og stjórnlyndra vinstriflokka stjórnarandstöðunnar, sem hafa gaman af að skipuleggja lífið og tilveruna. Nýja frumvarpið mun ekki bæta fjölmiðlana um eitt milligramm. Og það þjónar örugglega ekki heldur þörfum taugaveiklaðs ráðherra, sem í fyrra skók DV framan í þingheim og sagði það skopast að ráðherrum. Hugsið ykkur, skopast að ráðherrum! Frumvarpið eflir ekki heldur sósíalisma stjórnandstöðunnar, sem hefur áhreinkað sig á afskiptum af stjórnarskandal.