Skelfilegt er, ef ölvertum í miðborginni tekst með stuðningi löggunnar að hnekkja reykbanni. Löggan hefur einu sinni sem oftar tekið pólitíska ákvörðun. Að þessu sinni um að framfylgja ekki banni. Án stuðnings hennar verður því ekki framfylgt. Þau eru meðal annars sett til að vernda heilsu starfsfólks. Sérstök reykherbergi gera það ekki og eru því ólögleg. Ef ölvertarnir komast upp með lögbrotið, stafar það af tvöfeldni Alþingis. Það samdi lögin og hefur samt sjálft sett upp reykherbergi. Fyrir siðlausa þingmenn, sem neita að fara eftir lögum, er þeir hafa sjálfir sett.