Spennandi verða næstu skoðanakannanir ábyrgra könnuða. Þar munum við í fyrsta skipti sjá, hvernig landið liggur í kosningunum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur áratugum saman verið martröð þjóðarinnar, bófaflokkur í gervi stjórnmálaflokks. Meðreiðarsveinar hans verða varla tilkippilegir í frekari þjónustu. Miklu máli skiptir, hvernig Vinstri græn koma fyrir í baráttunni. Segja þau skilið við kvótagreifana og sætta þau sig við nýja stjórnarskrá? Eru þau til vinstri eða hægri? Píratar hafa haldið kjörfylginu, hvernig spila þeir út kortunum? Minnstu flokkarnir sjá örlög sín, góð eða vond eftir atvikum, í tölum fyrstu kannana.