Okkar vel metnu pólitísku höfðingjar lögðu í hádeginu mat á kosningarnar. Vegna hins „pólitíska ómöguleika“ mun Viðreisn halla sér að Sjálfstæðisflokknum. Setur bara það skilyrði, að Framsókn sé ekki með í boðinu. Því verður að velja þriðja hjól og beinast böndin að Bjartri framtíð. Enda bendir Viðreisn á, að kjósendur hafi hafnað vinstri stjórn. Kannski var það óttinn við vinstri stjórn, sem olli flótta fólks í faðm bófaflokksins í lok vikunnar. Slíkur ótti veldur svipaðri útkomu í ýmsum héruðum við Miðjarðarhaf. Þar sem útkoman verður seinleg í suðu, mun taka dálítið dass af „pólitískum ómöguleika“ til að gera stjórnina lystuga.