Pólitískir analfabetar

Punktar

“Fólk er fífl”, sagði þekktur kaupsýslumaður í tölvupósti. “Þið eruð ekki þjóðin”, sagði þekktur pólitíkus við aðgerðasinna. Bæði höfðu þau rétt fyrir sér. Meirihluti fólks er svo skyni skroppinn, að hann sér ekki fótum sínum forráð í pólitík. Meirihluti fólks er svo skyni skroppinn, að hann hafnar tilraunum til að breyta auðræði í lýðræði. Einnig ég hef verið skammaður fyrir að tala illa um þjóðina. En ég hef bara sagt satt. Kjarni málsins er, að stór hluti Íslendinga er alveg ófær um að sinna pólitískum skyldum sínum. Þeir eru pólitískir analfabetar eins og sést af stuðningi við fjórflokkinn.