Illugi Gunnarsson er ekki bara gerspilltur, heldur pólitískt dauður. Tróð sér inn í viðskiptasamning við Kína. Fékk þar inn klausu um, að umbjóðandi sinn, Orka Energy, væri fulltrúi Íslands í samstarfi við Kína um jarðhitarannsóknir. Orka Energy og kínverska Sinopec eiga að vinna að því að byggja upp hitaveitur í Kína, en ekki neinir aðrir aðilar. Er þó ekki í verkahring menntaráðherra að stjórna utanríkisviðskiptum. Þetta kom í ljós í morgun, þegar birt voru gögn um samkomulagið milli Íslands og Kína. Illugi hefur lengi verið fjárglæframaður á framfæri Orku Energy, þegið styrki, lán og húsnæði af forstjóra fyrirtækisins.