Pólitískt minnisleysi

Punktar

Pólitískt gullfiskaminni Íslendinga er annálað. Kemst þó ekki í hálfkvisti við minnisleysi Bandaríkjamanna. Mitt Romney þóttist í sumar í teboðsarmi repúblikana, þegar hann barðist um tilnefningu flokksins. Núna þykist hann á miðju stjórnmálanna, er hann berst við Barack Obama um forsetann. Kúvendir í nánast öllum innri deilum repúblikana, því kjósendur hafa ekki pólitískt minni til næsta morguns. Báðir eru þeir Romney og Obama fyrst og fremst umboðsmenn auðræðis. En kjósendur láta sig það engu skipta. Teljist þeir félagar vera niðurstaða lýðræðisins, er lýðræði dauðadæmt sem þjóðskipulag.