Pólitískt sjálfsvíg

Punktar

Fækkun bílastæða við ný hús í eldri byggð niður í 0,8 stæði á íbúð leiðir til vandræða nágranna. Yfirfall bílanna kemur niður á bílastæðum í nágrenni nýju húsanna og dregur úr þægindum fólks í öllu hverfinu. Nýju húsin skapa líka skugga og spilla útsýni fólks í gömlu húsunum. Þétting byggðar leiðir þannig á ýmsan hátt til óþæginda þeirra, sem fyrir búa í hverfinu. Þeir mæta reiðir í grenndarkynningar, skrifa andmælabréf og fara loks í skaðabótamál við sveitarfélagið. Stefna byggðarþrengingar í Reykjavík er ávísun á þess háttar vandræði. Má líkja við tilraun til pólitísks sjálfsvígs meirihlutans.