Pólitískt skáld

Punktar

Bulent Ecevit er látinn, ljóðskáld og stjórnmálamaður í Tyrklandi, fjórum sinnum forsætisráðherra. Ég man eftir honum á ráðstefnu í Istanbul, lágvöxnum manni með arnarnef og mikið yfirskegg, minnti á austurrískan bókavörð. Hann var ólíkur öðrum pólitíkusum, vitnaði í Bagavad Gita, völuspá Indverja. Hann var að verja málstað Tyrkja á Kýpur og fórst það vel úr hendi, þótt það mál yrði síðar til að fella hann úr sessi. Ecevit drakk te og orti: “Aldna gullöld Eyjahafs / aftur lífgum saman við. / Eins og eldar framtíðar / arnar lifna fortíðar.”