Stoðkerfi Samfylkingarinnar er gert úr Epal-kommum, sem hafa fengið sitt lén í millistjórn hjá ríki og borg. Þetta er fólk, sem hefur komið sér fyrir og hefur viðráðanleg fyrsta heims vandamál. Tengslin við alþýðu manna hafa endanlega rofnað. Þetta er hvorki Alþýðuflokkur né Alþýðubandalag. Viðfangsefnið er ekki lífskjör, heldur lífsstíll. Þetta kom inn með Ingibjörgu Sólrúnu, heldur áfram hjá Árna Páli, stundum kallað Blair-ismi. Flokkurinn kiknar í hnjánum, þegar auður er annars vegar. Fyrstur til að bila á örlagastundu, þegar í húfi er ný stjórnarskrá, auðlindarenta eða íbúðir ungra. Samfylkingin er vor gúmmí-Tarzan.