Hér verður nánast jarðskjálfti, þegar ómerkilegur íhaldsþingmaður brezkur á Evrópuþinginu bullar um samskipti Íslands og Evrópu. Yrði jarðskjálfti úti í heimi, ef Vigdís Hauksdóttir þingmaður talaði þannig um evrópsk deilumál? Aldeilis ekki, sumir bulla bara og það er viðurkennt sem slíkt. Enda tala stakir þingmenn ekki fyrir hönd ríkja eða ríkjasamtaka. Hvenær mundu ummæli Árna Johnsen fá útlendinga til að froðufella um íslenzk málefni? Því miður veður allt á súðum í umræðu pólitískra sértrúarsafnaða hér á landi. Fólk með yfirsýn hefur varla geð í sér til að skjóta inn orði við slíkar aðstæður.