Dómurinn yfir Valitor er eðlilegur. Einokunarfyrirtæki krítarkorta tók sér pólitískt vald til að valda DataCell og viðskiptavinum þess fjártjóni. Var gert að kröfu Bandaríkjastjórnar, sem ofsækir Wikileaks. Fráleitt er, að einokunarfyrirtæki geti í gerræði ráðið lífi og dauða viðskiptaaðila, sem heldur viðskiptaskilmála. Einokarar í viðskiptum geta ekki rift þjónustu, svo einfalt er það. Nú fær Valitor tvær vikur til að verða við dóminum. Greiðir ella dagsektir, sem dómarinn ákveður. Verði Valitor með múður, ber stjórnvöldum að afturkalla viðskiptaleyfi pólitíska einokunarfyrirtækisins.