Pólitískustu olympíuleikarnir

Punktar

Fyrir Kínastjórn eru olympíuleikarnir töflur af himni ofan. Þeir nálgast beint samband leiðtoganna við guð almáttugan. Linnulaust eru þeir notaðir í kínverskum fjölmiðlum til að magna dýrð leiðtoganna. Leikarnir eru verri en leikarnir í Berlín árið 1936. Hitler var lélegri í spuna en leiðtogar Kína eru núna. Alþjóða olympíunefndin tapaði þessum leikum árið 2001, þegar hún samþykkti Peking. Þetta verða pólitískustu leikar allra tíma og Alþjóða olympíunefndin er ábyrg fyrir því. Hún hefur gert meira fyrir einræði og harðstjórn, mannhatur og ofbeldi en nokkur annar aðili á Vesturlöndum.