Sá Fréttablað sunnudagsins á Flúðum. Þar var röng forsíðufrétt um vopnaðan drykkjurút, sem ógnaði fólki í Grímsey. Sagt var, að sérsveit lögreglunnar hefði yfirbugað manninn. Hið sanna var, að Grímseyingar þurftu ekki að fá sérsveit úr bænum. Úti í eyjunni var nefnilega laginn Pólverji, sem róaði drykkjurútinn og tók hann heim til sín. Þangað sóttu lögreglumenn hann, þegar hann hafði róazt. Lögguna vantar nefnilega ekki sérsveit. Hún þarf menn eins og Pólverjann. Eða eins og Sæma rokk, sem róaði brjálæðinga niður með ljúfum hætti. Fjölmiðill þarf ekki að ljúga afrekum upp á sérsveitir.