Pólskir verkamenn reisa orkuverið á Þeistareykjum, sem á að þjóna stóriðju við Húsavík. Innflutningur láglaunafólks byrjaði við Kárahnjúka og mun halda áfram á Reykjanesi, Blönduósi og í Þjórsá. Ruglið er sett í gang til að efla atvinnu í byggðum landsins, en reynist svo þurfa ódýrara vinnuafl. Verktakarnir taka ekki annað í mál, því að það er ódýrara en leiðinda sveitavargur. Öðrum þræði er þetta aðferð við að koma hér á landi upp þægari verkalýð, sem dansar eftir pípu auðsins. Til þess að búa til atvinnutækifæri fyrir verðuga Pólverja leggur ríkið fram stórfé til framkvæmda og veitir alls konar fríðindi umfram reglur.