Pöntuð vísindi

Punktar

Skoðanakönnun er marklaus, nema upplýst sé, hver borgaði hana. Það er fyrsta svarið, sem við þurfum að fá. Fólk og fyrirtæki geta keypt könnun, valið tíma og haft áhrif á orðalag spurninga. Það er gömul saga, að sá, sem pantar vísindi, fær vísindi sér í hag. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands er frægasta dæmið um slíkt. Capacent segir, að einn pólitíkus í Reykjavík sé vinsælli en aðrir pólitíkusar. En við fáum ekki að vita, hver borgaði. Sá könnuður, sem ekki vill upplýsa slíkt, er marklaus með öllu. Þótt hann heiti Capacent. Við skulum trúa hóflega á niðurstöður skoðanakannana.