Pressan er á klafa

Fjölmiðlun

Lengi hafa fjölmiðlar viljað teljast frjálsir og óháðir. Sumir hafa ekki staðið undir þeim væntingum. Fráleitast er þó, að vefritið Pressan segist vera óháð. Í raun er hún uppvakningur gamla Tímans, málgagn flokkseigenda Framsóknar, höll undir fjármálafursta. Í forsvari eru ímyndunarfræðingar úr Framsókn, Björn Ingi Hrafnsson og Steingrímur Sævarr Ólafsson. Björn Ingi reyndi fyrir ári að einkavæða mannauð Orkuveitunnar gefins. Peningarnir koma frá Róbert Wessmann, sem vill ná undir sig sjúkrastofnunum suður með sjó. Wessmann á líka Viðskiptablaðið og færir núna út kvíarnar í fjölmiðlun.