Private Eye

Fjölmiðlun

Tímaritið Private Eye gerði á sínum tíma grín að hræsni fólks við andlát Díönu prinsessu. Það birti skrípó af syrgjendum við hlið Buckingham hallar. Þrjár blöðrur stigu upp af hópnum: “Blöðin eru til skammar.” “Já, ég fékk þau hvergi.” “Fáðu mitt lánað, það er með mynd af bílnum.” Myndin sýndi hræsni alls almennings í hnotskurn. Enda varð fólki svo hverft við, að blaðsöluturnar neituðu að hafa blaðið í sölu. Það hefur lagast aftur, en enginn vill auglýsa í Private Eye. Enda ber það af fréttablöðum Bretlands. Það segir fólki og auglýsendum napran sannleika, sem enginn vill heyra