Prívatpersóna Wikileaks

Punktar

Julian Assange á sjálfur í erfiðleikum með opnar upplýsingar, þótt líf hans snúist um að opna upplýsingar. Blandaði persónu sinni í birtingar Wikileaks. Hótaði birtingu upplýsinga, ef dómur gengi um framsal hans. Það er loforð um upplýsingaleynd. Síðan sagðist hann prívat eiga skjöl, er Guardian birti. Nú hefur Assange skyndilega hætt við útgáfu sjálfsævisögu. Fannst bókarhöfundur fjalla of mikið um sig persónulega og of lítið um hugmyndafræðina. Bókin er samt komin út og lagatæknar komnir á fleygiferð. Svona heldur þetta áfram, unz Wikileaks finnur leið til skilnaðar milli frumherjans og fyrirtækisins.