Egill Helgason birtir frábæran lista fólks, sem hefur stutta menntun, en samt náð langt í blaðamennsku. Þar eru ritstjórar og aðrir yfirmenn á fjölmiðlum og útgefandi á heimsvísu. Blaðamennska er samt ekki “síðasta athvarf próflausra”. Fremur er hún athvarf margra, sem hafa lært í skóla lífsins. Blaðamennska er nefnilega enn eitt handverkið. Rétt eins og hjá skurðlæknum og málflytjendum, prestum og rithöfundum. Langskólaganga getur nýtzt vel á sumum sviðum og hamlað þeim á öðrum. Til dæmis er textastíll oft ónothæfur hjá langskólagengnu fólki, þegar það byrjar á fjölmiðlum.