Punkt vantar í frétt

Punktar

Deilan um Wow er dæmi um takmarkað gildi fjölmiðla, sem láta fréttabörn taka við af fagfólki. Fyrirtækið Wow og Flugmálastjórn deila um, hvort fyrirtækið sé flugfélag, flugrekstrarfélag eða ferðaskrifstofa. Tilkynningar málsaðila varpa engu ljósi á það, sem máli skiptir: Snýst þetta um hag farþega? Þegar fjölmiðlar útskýra síðan ekkert og segja bara pass, er úr vöndu að ráða. Við þurfum að vita, hvort munur sé á öryggi og tryggingu eftir rekstrarformi. Er td. flugrekstrarfélagi og ferðaskrifstofu skylt eins og flugfélagi að greiða tilskipaðar skaðabætur vegna seinkana og brottfalls flugs? Ekki orð um það.