Ráðlegg fólki að fara varlega í að trúa rokufréttum af Úkraínu. Bandaríkin hafa orð á sér fyrir misnotkun fjölmiðla og Nató er hálfu glannalegra. Af Úkraínu er ekkert alsvart eða alhvítt að frétta. Upp úr stendur þó, að lengi hefur verið heilög ritning alþjóðastjórnmála að breyta ekki landamærum. Að vísu breytti Nató landamærum Serbíu, en það var stutt traustum fréttum af illri meðferð Albana í Kosovo. Engar líkur eru á, að Rússar hafi sætt slíkri meðferð á Krím. Ljóst er líka, að Pútín vill endurreisa Sovétríkin, teflir oft djarft. Hrindir nágrönnum í faðm Evrópu. Í sigri hans er falinn ósigur.