Pútín gengur illa

Punktar

Alexander Pútín komst áfram í lífinu með því að vera fyrst lífvörður hins spillta borgarstjóra í Sankti Pétursborg, Anatolí Sobsjak, og síðan sjálfs hins fordrukkna forseta Rússlands, Boris Jeltsín. Það er gömul og ný saga, að lífverðir verða valdamiklir hjá veiklunduðum einræðisherrum. Síðan Pútín tók við völdum í ríkinu hefur gengi þess versnað á alþjóðlegum vettvangi. Vesturlöndum hefur tekizt að beina olíu- og gasleiðslum til annarra ríkja og ekki hafa tekizt tilraunir hans til fjárkúgunar á olíu og gasi. Þær ráku Úkraínu í faðm Vesturlanda. Pútín drekkur að vísu ekki brennivín, en hann er engu viturri einræðisherra en Jeltsín var.