Hvaða dauðans rugl er þetta í Ólafi Ragnari Grímssyni að bjóða einum illræmdasta fjöldamorðingja heimsins í opinbera heimsókn til Íslands? Er forseti Íslands genginn af vitinu? Vladimír Pútín Rússlandsforseti er fyrrverandi foringi úr leyniþjónustunni illræmdu, náði völdum á dánarbeði Jeltsíns. Hann hefur leynt og ljóst reynt að draga úr lýðræði í landinu, hefur haldið uppi ógnaröld í Tsjetsjeníu og lætur drepa blaðamenn, nú síðast einn frægasta blaðamann heimsins, Önnu Politkovskaju. Fráleitt er að fá þennan vandræðamann í veizlur með embættismönnum á Íslandi.