Pútín sigurvegari

Punktar

Vopnahléð í suðausturhluta Úkraínu er nánast til málamynda, þótt það haldi enn að þessu sinni. Rússar geta hvenær sem er aukið þrýstinginn og sigrað. Fyrir Pútín er freistandi að ná strandlengjunni frá Rússlandi til Krímskaga, sem hann hertók í upphafi. Hann gortar af því að geta verið í Kænugarði eftir tveggja vikna herferð. Svo veikur er her Úkraínu. Niðurstaðan verður án efa, að Rússar halda þeim skákum, er þeir hafa náð á sitt vald í suðausturhorni landsins. Munu stofna þar leppríki eins og þeir gerðu áður í norðvesturhorni Georgíu. Pútín heillar kjósendur með því að berja stríðsbumbur og það eitt skiptir hann máli.