Pyndingarnar

Punktar

Bandaríkjamenn fóru vel með fanga sína í heimsstyrjöldinni síðari eins og önnur vesturveldi. Það létti þeim að vinna friðinn að stríðinu loknu. Meðal Japana og Þjóðverja var ekki ræktað hatur gegn hernáminu. Því komst lýðræði á legg í öxulveldunum og þau urðu meðal hornsteina lýðræðisþjóða. … Nú er öldin önnur. Þótt rannsóknir hafi sýnt, að pyndingar ná engum árangri öðrum en að ná lygasögum upp úr fólki. Þótt þær séu bannaðar samkvæmt alþjóðalögum, sem sett hafa verið að undirlagi vesturveldanna. Nú eru stríðsfangar pyndaðir skipulega bæði í Guantanamo á Kúbu og í Abu Ghraib í Bagdað. …