Pyndingaskólinn

Punktar

Bandaríski herinn og leyniþjónustan pynda ekki aðeins, heldur kenna erlendum bullum sínum pyndingar. Kennslan fer fram í Fort Benning í Georgia, þar sem liðþjálfum og höfuðsmönnum, einkum frá rómönsku Ameríku eru kenndar nauðganir og pyndingar og morð. Þessi skóli hefur lengi starfað undir ýmsum nöfnum, heitir núna School of the Americas og ber ábyrgð á hörmungum fólks í álfunni. Það er merkilegt, að bandarískir fjölmiðlar, sem oft eru góðir, skuli ekki hafa kveikt á perunni og hafið rannsókn á ríkisstofnuninni í Fort Benning.