Vesturlönd geta bætt öryggi sitt og heimsins, dregið mátt úr hryðjuverkaöflum og eflt arðbæra kaupsýslu um allan heim með því að beita efnahagsþrýstingi sem ein heild. Það gerist með því að veita fríverzlun og annan forgang þeim ríkjum, sem veita þjóðum sínum þjóðskipulag, sem minnir á Vesturlönd. … Öll ríki eru nú vegin og metin á ýmsa mælikvarða. Merkastur er gegnsæisstaðallinn, sem Transparency gefur út og snýst um, hvort hægt sé að sjá, hvernig ríkisvaldið virkar. Fleiri staðlar meta sameiginlega ýmis gildi, svo sem málfrelsi, fundafrelsi, efnahagsfrelsi, menntun, öryggi og heilbrigði. …