Ráðaleysið er meðvitað

Punktar

Aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í kreppunni er meðvitað. Nýja hægrið telur aðgerðir ekki vera í verkahring stjórnvalda. Hlutverk þeirra sé að búa til svigrúm fyrir atvinnulífið, ekki að skipta sér af því. Samkvæmt gullnum lögmálum markaðarins séu kreppur eins konar fæðingarhríðir nýs tíma. Þessi hugsun hefur áhrif á ráðherra. Til dæmis sér Ingibjörg Sólrún Gísladóttir enga kreppu. Geir H. Haarde finnst eðlilegt að stinga höfðinu í allan sand, sem hann sér. Aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar er þannig aðgerð í sjálfu sér. Ráðaleysið er í rauninni ráð. Doði hennar er upphaf að nýju lífi.