Ráðamenn kúgaðir ramba

Punktar

Með því að reyna að kúga ráðamenn vinveittra ríkja til stuðnings við Íraksstríð gegn vilja kjósenda hinna vinveittu ríkja hefur George W. Bush skaðað ráðamennina. Hann hefur eyðilagt Tony Blair í Bretlandi og Jose María Aznar á Spáni. Hann hefur grafið undan Recep Tayyip Erdogan í Tyrklandi og Pervez Musharraf í Pakistan. Hvarvetna hafa ráðamenn þurft að velja milli eindregins almenningsálits heima fyrir og undirgefninnar við heimsvaldastefnuna. Þeir fáu, sem hafa kosið að fylgja Bush, munu aldrei bíða þess bætur heima fyrir. Þessi augljósi vítahringur fækkar stuðningsmönnum Bandaríkjanna og einangrar Bandaríkin. Og ekki munu Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson ríða feitum hesti frá stuðningi þeirra við trúarofstækismann með einbeitta stríðsþrá.