Ráðast á ElBaradei

Punktar

Bandaríkin og Ísrael fara hamförum gegn ElBaradei, forstjóra atómstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Það minnir á stríð þeirra gegn Hans Blix, sem stýrði eftirliti Sameinuðu þjóðanna með vopnaþróun Íraks. Árásirnar á Blix voru undanfari stríðsins gegn Írak. Árásirnar á ElBaradei núna eru undanfari árásar á Íran. Í ljós kom, að Blix hafði rétt fyrir sér og að Bandaríkin lögðu fram falsgögn í málinu. ElBaradei hefur auðvitað líka rétt fyrir sér. En það stríðir gegn hagsmunum Ísraels og George W. Bush. Þess vegna er allt á útopnuðu til að grafa undan óhlutdrægum upplýsingum Sameinuðu þjóðanna.