Ráðherra bannar myndir

Fjölmiðlun

Þórunn Sveinbjarnardóttir sefur ekki ætíð. Hún þarf stundum að spinna. Það virkar bara ekki. Fyrirsagnirnar erlendis verða: “Umhverfisráðherra bannar myndir af dauðum hvítabirni.” Minnir á George W. Bush, sem bannaði myndir af líkkistum fallinna hermanna. Svona bann virkar ekki. Það sýnir bara, að keisarinn er ekki í neinum fötum. Það er Þórunn ekki heldur. Ofan á stuttan og ömurlegan feril sem umhverfisráðherra hagar hún sér eins og billegur spunakarl. Hún getur ekki falið, að tveir hvítabirnir liggja dauðir. Vegna þess að hún hefur hvorki stjórn á ráðuneytinu né á öðrum stofnunum þess.