Ráðherra bremsar órana

Punktar

Það eina nothæfa við nýju ríkisstjórnina er, að fjármálaráðherra vill skila hallalausum fjárlögum. Hlýtur að vera nauðsynlegt fyrir ríki, sem skuldar 1500 milljarða og getur ekki borgað vextina. Sársaukaminna hefði alþýðunni þó verið að hafa niðurstöðutölur hærri með auðlindagjaldi, auðlegðarskatti og ferðaþjónustuvaski. Þá hefði ekki þurft að höggva á velferðina. En það er önnur saga. Fjárlagafrumvarpið hindrar væntanlega framvindu loforðs lygnasta skrumarans um tékka í pósti strax. Ríkisstjórnin er ekki alvond, meðan hún hefur fjármálaráðherra, sem heldur aftur af öfgum og órum forsætisráðherra.