Ráðherra fyrir einmana

Punktar

Bretland er fyrsta ríkið til að fá sérstakan ráðherra um vanda, sem ekki þekktist fyrir einni öld. Tracey Crouch er nýr „minister for loneliness“ í ríkisstjórn Theresu May. Staðan í landinu er sú, að hálf milljón manns talar einu sinni í viku eða sjaldnar við annan mann. Slík einvera er talin vera jafn heilsuspillandi og 15 sígarettur á dag. Hluti vandans er, að margir vilja ekki viðurkenna einmannaleika sinn. Draga þarf þetta fólk úr skelinni. Þetta er dæmi um, að alls konar atferli, sem lítið þekktist áður fyrr, er orðið að stórfelldum heilsuvanda. Nútíminn er erfiður, veldur streitu, kvíða, þunglyndi, drykkjusýki og ótal öðrum sjúkdómum.