Embættisfærsla Árna Páls Árnasonar félagsráðherra stríddi gegn góðum siðum. Hún var bæði flokkspólitísk og persónutengd. Hann réð flokksbróður sinn og gamlan vin í feitt embætti. Sá hafði hrakist frá Bifröst með skömm. Þar á ofan stundað ósæmilegt brask með hermangslóðir á Keflavíkurvelli. Árni Páll sigaði þar á ofan spunakörlum sínum á keppinauta græðgiskarlsins. Allt þetta mál var í stíl gamalla, spilltra stjórna. Árni Páll hefur nú látið undan þrýstingi samfélagsins. Flokksbróðurinn og vinurinn varð með semingi við ósk hans um að hætta við. Þetta endaði sem mikill sigur DV og bloggheima.