Síðasta verk Jóns Kristjánssonar sem heilbrigðisráðherra var að deila í sjónvarpsþætti á þau drottinsvik starfsmanna í Tryggingastofnun að leggja til einfaldað lyfjaverð í árlegri skýrslu þeirra. Jón virtist telja, að opinberir starfsmenn megi ekki koma með tillögur, það sé hlutverk hans sjálfs og annarra pólitíkusa. Það er kannski skýringin á raunum hans í embættinu, að hann banni fólki þar að koma með tillögur. Jón er líka frægur fyrir að rugla saman góðum vilja og góðum verkum og telja nóg, að hann sjálfur sé undir niðri góðviljaður, þótt hann komi engu góðu í verk.