Rangt hjá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra, að fjárlagagatið komi fyrri ríkisstjórn við. 25-30 milljarða útgjöld vantar, því að Gunnar Bragi og félagar ákváðu að skera tekjuhlið fjárlaga niður um þessa upphæð. Þetta er stórgjöfin, sem fór til kvótagreifa, auðgreifa og ferðaþjónustu. Stjórnin getur ekki kennt neinu öðru um skort á fé til Landspítalans og annars slíks. Annars skiptir þessi athugasemd engu máli. Gunnar Bragi er ekki í pólitík til að ræða mál eða að fara með rétt mál. Heldur er hann þarna til að gera það eina, sem hann kann: Að reka erindi fyrir kvótagreifann sinn á Króknum.