Sivraj Patil hefur sagt af sér. Innanríkisráðherra Indlands tekur ábyrgð á hryðjuverkum múslima í Bombay. Meðal siðmenntaðra þjóða segja ráðherrar af sér við slíkar aðstæður. Taka siðferðilega ábyrgð á óhöppum og mistökum á sviði síns ráðuneytis. Ísland er hins vegar ekki siðmenntað land. Hér segja ráðherrar ekki af sér. Aldrei. Þeir segja bara, að hrunið sé ekki sér að kenna. Að minnsta kosti ekki lagalega. Geir Haarde talar bara um lagalega hlið mála. Hann veit ekki, að orðið siðferði sé til. Hér hefur ríkisstjórnin keyrt heilt þjóðfélag á hausinn án þess að láta sér bregða. Hún er siðlaus.