Einar Guðfinnsson braut reglur um samskipti ráðherra, þegar hann leyfði hvalveiðar allt næsta kjörtímabil. Umdeild mál hafa ráðherrar þurft að bera undir samráðherra sína. Í þessu tilviki var mikilvægt að bera málið undir ráðherra ferðamála. Einar gerði þetta hins vegar í einrúmi. Þar með braut hann blað í séríslenzkri spillingu. Vonandi verður það fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar að afturkalla leyfið. Síðan má láta málið hafa sinn gang í eðlilegu ferli samkvæmt pólitískri hefð. Skynsamlegt er, að nýkjörið þing í vor, en ekki Einar, ákveði hvalveiðar kjörtímabilsins, hvort og hvernig.