Maurice WILLIAMSON, ráðherra á Nýja-Sjálandi, gerði nákvæmlega sama og Hanna Birna gerði hér. Hringdi í lögreglustjóra til að ræða um rannsókn máls. Eins og hér komst upp um þetta og Williamson var umsvifalaust látinn taka pokann sinn. Nýja-Sjáland er nefnilega alvöruríki, sem stjórnað er samkvæmt regluverki. Er ekki bananalýðveldi, þar sem siðblindir bófar skipa flesta ráðherrastóla. Og Williamson var ekki látinn „stíga til hliðar“ „meðan rannsókn fer fram“, heldur var honum sparkað formálalaust. Hér á landi telja kjósendur sér kleift að kjósa til valda nautheimska og ofbeldishneigða siðblindingja, sem ættu að sitja inni.