Ráðherra talar skrítið

Punktar

Einar K. Guðfinnsson talar um hvalveiðar eins og ekki hafi verið skipt um ríkisstjórn í landinu. Hann virðist telja, að stjórnin sé hin sama og áður, þótt nýr flokkur hafi komið til skjalanna og nýir ráðherrar. Hann virðist telja, að stefna gömlu ríkisstjórnarinnar gildi áfram, að minnsta kosti út þetta ár. Ég hef hvergi séð slíkt í sáttmála hinnar nýju ríkisstjórnar. Þetta er bara sama veruleikafirring ráðherrans og sést í tilraunum hans til að skauta enn einu sinni framhjá tillögum vísindamanna um minni fiskveiði. Gæzlumaður allra stytztu skammtímahagsmuna kvótakónga fer með skrítið mál.