Ráðherra útí móa

Punktar

Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra vakti athygli á fundi um lífræna ræktun og verzlun. Vissi greinilega ekkert um hvað málið snerist. Sagði bara dæmisögu, er enginn skildi. Fundarmenn hafa síðan komið hver á fætur öðrum í fjölmiðla til að undrast ráðherrann. Virðist telja lífræna ræktun sjálfsþurftarbúskap í tínslu villtra jurta. Hafði engan áhuga á að heyra hið rétta. Enda er hann ráðherra atvinnugreinar, sem allra skemmst hefur gengið í lífrænni ræktun í Evrópu. Forngripurinn í ráðherrastóli hefur ekki orðið var við sprengingu í Evrópu og Bandaríkjunum í verzlun lífrænna afurða. Hann er aðhlátursefni.