Jón Bjarnason ráðherra kom illa fyrir í Kastljósi í gær. Ruglar saman reglum ríkisvaldsins um rekstur banka og samráði milli okurbanka um þennan rekstur. Ríkið getur sett reglur um, hvernig bankar afgreiði mál heimila, en bankar mega ekki hafa samráð um það frekar en um okur. Jón Bjarnason vill samt breyta samkeppnislögum til að leyfa samráð. Milli banka og milli stofnana landbúnaðarins. Jón kemur aftan úr svörtustu forneskju Eysteinskunnar. Að svo miklu leyti sem hann gefur sér tíma til að hugsa. Hann er búinn að valda ríkisstjórninni vandræðum og á eftir að gera það enn frekar. Hann er óhæfur.