Ráðherrar eiga bágt

Fjölmiðlun

SME upplýsir í leiðara Blaðsins, að Geir H. Haarde eigi erfitt með að tala við blaðamenn, þurfi til dæmis að fá spurningar fyrirfram. Hann er óreyndur í starfi, svo að þetta kann að lagast. Annars staðar eiga forsætisráðherrar auðvelt með að tala við fólk. Almennt má svo segja um íslenzka ráðherra, að þeir eiga erfitt með að tala við pólitíska andstæðinga, neita til dæmis að mæta þeim í sjónvarpi. Kastljós Sjónvarpsins hefur ákveðið, að leyfa þeim að koma einir fram, og kallar það ritstjórnarlega ákvörðun, hvað sem það þýðir þar á bæ. Er Kastljósið orðið að sálfræðiþjónustu fyrir feimna ráðherra?