Ráðherrar stíga dans

Punktar

Forsætisráðherra segir ný fjárlög setja heimsmet í velferð. Fjármálaráðherra segir sama dag þau einkennast af miklum sparnaði. Hvor fyrir sig lifir í eigin heimi. Sama dag gengur brottrekinn ráðherra aftur og lýsir eftir X-þætti, sem valdi fylgishruninu. Við svikum engin loforð, segir hún. Ég laug aldrei, segir mesti lygari síðustu ára. Annar ráðherra gætir þess, að þægir fjölmiðlar spyrji sig aldrei um ósiðleg tengsl við Orku HS. X-þáttur alls þessa er, að kjósendur eru að átta sig. Fatta, að græðgin er stjórnlaus, bófaflokkar stjórna landinu og að vitlaust er gefið í spilunum. Vonandi kasta þeir bófaflokkunum út á haug.