Ráðherrum sagt að þegja

Punktar

Tvö óskyld ferli valda ráðherrum vandræðum. Í fyrsta lagi er hlaðið á þá völdum. Þeir eru látnir kveða upp úrskurði í deilumálum. Eru dómarar. Í öðru lagi krefst bætt stjórnsýsla, að dómarar tjái sig ekki um mál fyrr en með úrskurði. Það þýðir til dæmis, að umhverfisráðherra virðist ekki mega tjá sig um neitt. Af því að hún þurfi að úrskurða síðar í sama máli. Allt fer á hvolf, ef hún tjáir sig. Búið er að gera ráðherrana að óhlutdrægum embættismönnum. Upprunalegt eðli þeirra er hins vegar að vera pólitískir og hafa skoðun á öllu. Skammhlaup virðist því hafa orðið í valdakerfinu.